Ég lennti í vandræðum með einn harða diskinn hjá mér. Ég stakk Digital myndavél í samband við tölvuna og er í my computer að fylgjast með. Tölvan byrjar eitthvað ða hugsa og svo hverfur einn harði diskurinn útaf listanum og myndavélin kom inn. Ég varð mjög hissa. Hlóð myndunum inná tölvuna og slökkti svo. Ég athugaði tengin og það stuff og allt virtist vera í lagi. Þannig ég kveiki aftur á tölvunni og athuga hvað gerist. Þá byrja ég að heyra hljóð úr tölvuni. Þetta voru smellir í harða disknum með Windowsinu á (ekki sá sem hvarf) sem hljómuðu eins og þegar maður kveikir og slekkur á tölvunni. Það sem virtist vera að var að diskurinn var alltaf að restarta sér aftur og aftur. Útaf þessu var windowsið mjög slow og varla hægt að vinna á það. Og ég tek eftir því að diskurinn sem hafði horfið var kominn aftur en ekki undir því nafni sem hann var heldur “Local disk D”. Ég furða mig á þessu og ætla að fara inná hann en þá byrjar tölvan að hugsa í smá stund og svo fæ ég error: “This disk is not formatted. Do you want to format it now?”. Mér dauðbrá því diskurinn var fullur af stuffi sem ég vildi ekki tapa. Ég slekk á tölvuni og tek diskinn (sem virtist ekki vera formattaðiur) úr og kveiki aftur. Þá er allt í lagi með system diskinn og hann er hættur að restarta sér og allt að keyra smooth. Getur verið að diskurinn hafi eitthvað skemmst? Ef ég get fengið stuffið aftur þá get ég gert afrit.

plz hjálp :S
Varist að hafa orðið “vefstjóri” í undirskrift því þá tekur *vefstjóri það út! :) Vinsamlegast hafið ekki fleiri en 4 línur í undirskrift.