Nú er ég að brjálast, ég er oft að horfa á Divx myndir úr tölvunni í sjónvarp gegnum tv-out og er alltaf að lenda í því að sjónvarpskjárinn verði grænn (en ekki tölvuskjárinn), þetta gerist ekki með vcd eða dvd myndir bara divx/xvid,

ég er búinn að prófa hina og þessa codeca og ýmsa spilara, en þetta er alltaf að koma þannig að ég er farinn að hallast að því að þetta sé hardware problem, en áður en ég ríf skjákortið (Geforce 5900xt) úr og læt kíkja á það langar mig að vita hvort að einhver kannist við þetta vandamál og hafi kannski einhverja lausn