Jæja ég fékk bluescreen aftur (glöggir muna kannski eftir hinum póstinum mínum um sama vesen) og þetta er í annað skiptið í þessum mánuði sem það gerist. Í þetta skiptið skrifaði ég niður hvað stóð og það var eitthvað á þessa leið: DRIVER_IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL og svo “beginning dump of physical memory”. Nú ákvað ég að keyra memtest til að tékka hvort það fyndi eitthvað að minninu, en eftir 12 klst og um 50 pass var ekkert error komið svo mér þykir ólíklegt að minnið sé að valda einhverjum vandræðum. Hinsvegar kemur mjög skrítið hljóð núna þegar ég er í vissum leikjum eða forritum og þegar memtest var í gangi var eilítið mismunandi hljóð fyrir hvert test. Hljóðið er svipað og ef maður mundi setja plast-tannstöngul í viftu sem er í gangi. Ef einhver hefur hugmynd um hvað gæti verið að, má sá hinn sami endilega láta ljós sitt skína :)