Ég keypti mér nýlega S-VIDEO snúru til að tengja tölvuna við fallega 32" widescreen sjónvarpið mitt en hérna, vandamálið er að það er alveg glatað, ég sé varla neina stafi sem eru á skjánum NEMA í opera og þá þarf ég að zooma inn um einhver 30% til að það sé skemmtilega læsilegt. Skjárinn flöktir, eins og hann sé alltaf titrandi eða, veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta, en allir litir blikkandi geðveikt hratt.
Þetta er samt aðalega vandamál með windows, þegar ég er að kveikja á tölvunni þá er allt í góðu lagi með alla skjái og liti sem koma þar upp. þEgar ég er í leikjum eða opna önnur forrit eru þau svona á mörkunum í lagi, en stafirnir samt ólæsilegir og smá svona flökt í gangi. =(