Ég ákvað að fá mér nýjan örgjöfa, minn gamli er bara 900 mhz og ég get varla spilað nýju leikina.

Ég fór á att.is og pantaði mér 1.5ghz (er fátækur námsmaður, hef ekki efni á betra), ok flott er, hann kom í dag og allt í lagi, nema það að þegar ég strataði tölvuni með nýja örgjöfanum í þá vildi skjárinn ekki kveikja á sér, ég prufaði að kveikja og slökkva á honum en ekkert varð til bóta, ég setti gamla örgjöfann í… þá var allt í lagi.

Ég var að spá hvort þetta 4 ára gamla móðurborð höndi barasta ekki þennan örgjöfa?

Eða að skjákortið vinni ekki með þessum örgjöfa?

hvað haldið þið? mig vantar endilega hjálp