Jæja, ég fékk að endurnýja kynni mín við hinn alræmda BSOD eftir langa fjarveru hans frá minni tölvu núna rétt áðan. Hann sagði við mig “unexpected_*something*_mode_trap” og svo fylgdi strax í kjölfarið “beginning physical memory dump”. Vitiði hvað þetta er? Er þetta vinnsluminnið eða? Ég ætlaði mér að nota memtest86 til að testa minnið en… ég hef bara ekki hugmynd um hvernig memtest virkar, svo það væri ágætt ef einhver gæti hjálpað mér með það, nema þið séuð þess fullvissir að vandinn sé annar :P