Heilir og sælir lesendur góðir.

Ég er með Pinnacle PCTV Pro kort í tölvunni og langar alveg svakalega að færa gamlar VHS upptökur yfir í tölvuna. Ég hef reynt að tengja með skart/RCA tengi frá VHS tækinu yfir í Pinnacle kortið en fæ bara auðann bláan skjá og ekkert hljóð í öllum þeim forritum sem ég nota til að taka upp (tek það fram að ég hef prófað mjög mörg forrit).

Þetta VHS tæki er ekki NTSC tæki og ég var að velta því fyrir mér hvort einhver annar hafi staðið í því að færa VHS spólur yfir í tölvuna og geti því leiðbeint mér hvernig er best að gera svona lagað. Hef verið að reyna að fikta mig áfram í um hálft ár núna með þetta og reynt að fá hjálp en það virðist enginn vita neitt. Þeir á Pinnacle síðunni báðu mig bara að athuga hvort að skart snúran gæti ekki gefið merki frá VHS tækinu yfir í Pinnacle kortið, og hún ætti að gera það eftir því sem ég best veit.

Með fyrirfram þökkum,
Margei