Getur einhver gefið mér betri upplýsingar um hvers vegna skjákortið mitt gamla eyðilagðist (geforce 4 titanium 4400) og núverandi skjákort (matrox millenium g550) virðist eitthvað vera byrjað að bila.

Sko málið er að ég á við smá ofhitnunar vandamál að stríða en ég er samt með 2 viftur í kassanum sem fylgdu með (eina til að blása inn að framan og eina til að blása út hjá raflinum/ramagninu), eina litla aðkeypta viftu til að blása út og svo náttúrulega viftu á örgjöfanum.

Ég er ekki með viftu á núverandi skjákorti enda er þetta lítið og ekki orkufrekt kort en ég var með viftu sem virkaði (blés allavega) á geeforce kortinu. Ég hef ekkert verið að overclocka eða neitt þannig.

Núna er ég oftast með tölvuna alveg opna til að hleypa köldu lofti inn (passa samt náttúrulega upp á kuskið sem getur safnast því það getur látið vifturnar virka verr) allavega þegar ég er að spila tölvuleiki o.fl. þannig.

Veit einhver hvar orsakirnar er að finna? Er það bara kælingin (ekki nóg af viftum?)? Eru kannski vifturnar að bila (þær snúast allavega). Eða að seinustu .. sem ég hef verið að pæla mest í :S - Gæti þetta nokkuð verið móðurborðið sjálft??

Og já ég er með AMD Athlon XP 2000+