Ég var að kaupa mér nýjan kassa utan um tölvuna mína.
Ég setti þetta saman og allt gékk vel þar til að ég ætlaði að fara inní windows!
Skjámyndin þar sem Windows XP er að vinna kemur upp og svo þegar hún er búinn að vinna og windows umhverfið ætti að birtast þá SLEKKUR bara sjárinn á sér og það kemur bara No signal ef ég fikta eitthvað í skjástillingum. Harði diskurinn heldur svo áfram að vinna eins og ekkert hafi gerst. Ég er búinn að fara inní bios og þar er allt eðlilegt, sé harðadiskinn osfr.

Kannast einhver við þetta vandamál og er einhver þá með lausn á þessu.