Ég var að pæla.. ég er að fara að kaupa mér skjákort sem kostar 29900 kr hérna á Íslandi en kostar frá 12000 - 14000 kr úti.

Ef ég panta þetta að utan er náttúrulega virðisaukaskattur (24.5%?) sem myndi hækka 14000 krónurnar upp í ca. 17500 skv. mínum útreikningum.

Síðan kostar sendingin stundum eitthvað en ef ég kaupi á 14000 þá er hann innifalinn í verðinu oftast.

Ég vill spyrja þá sem hafa pantað vélbúnað að utan : er þetta rétt reiknað hjá mér, 17500 á móti 29900 og hversu mikið hækkar talan 17500 þegar annar aukakostnaður er reiknaður með (tollur og þannig)?