Endilega veitið mér góð ráð varðandi skjákort.
Ég er með gamalt Intel 815e móðurborð m. 800 mhz PIII örgjörva, og 256 mb cache.
Mig langar til að klippa myndefni á gripinn, án þess að uppfæra ofannefnt.
Ég þarf að kaupa mér nýtt skjákort, helst dual head, þ.e. f. tvo skjái, til að geta verið með tvo skjái f. myndvinnsluna.
Og spurningin er hvaða skjákort ég ætti að kaupa mér. Ég vil einnig geta notað það til að spila nýlegri tölvuleiki, svo framarlega sem tölvan ræður við þá.
Hagnast ég á því að vera með 256 mb kort umfram 128 mb miðað við annað innvols?
Ef menn eiga notað kort sem uppfyllir ofanvert mega þeir alveg láta vita.
Kv. labbi1
labbi1