Ég á við einkennilegt vandamál að stríða. Þegar ég starta tölvunni þarf ég að bíða í svona 1-2 mín. (kannski meira) áður en eitthvað gerist, þ.e. startup skjárinn birtist bara og ekkert gerist fyrr en eftir soldinn tíma. Svo þegar eitthvað gerist kemur eitthvað error sem segir að bootið virki ekki (eitthvað svoleiðis) og þegar ég kíki í BIOS finnur tölvan ekki harða diskinn. Svo þegar ég restarta þarf ég aftur að bíða svolítinn tíma nema núna finnst harði diskurinn og allt gengur eðlilega eftir það, að því er virðist. Veit einhver lausn á þessu? Það er nefnilega frekar pirrandi að þurfa að bíða svona lengi eftir að tölvan komist í gang :)

spec:
móðurborð: MSI 875P NEO-FISR
örgjörvi: p4 prescott, 3,2ghz
hdd: 120gb western digital
minni: 512mb 400mhz ddr
skjákort: MSI gf4 ti4400
o.fl.
ef ykkur vantar meiri upplýsingar um tölvuna til að ráða lausn á vandanum látið endilega vita