Ég er í vandræðum og vona að einhver geti hjálpað mér.

Málið er að cpu fer oftast(en ekki alltaf) í 100% þegar ég spila video skrár, þetta á samt ekki við allar skrár helst svcd, mpeg2, m2v skrár en þó hefur þetta líka komið fyrir þegar ég nota Windvr og önnur tv forrit. Ég hef prófað nokkra spilara og þetta kemor fyrir á þeim öllum þó sjaldnast á vlc player.

Ég er alveg viss um að þetta er ekki codec problem, tölvan var búinn að vera í fínu lagi í marga mánuði án þess að það væri hreyft við codecum, þetta byrjaði bara allt í einu,

Ég er 2svar búinn að gera clean install á windows og allt virðist virka fínt þegar ég prófa að spila video skrár, en fljótlega byrjar ruglið aftur.

Þetta hlýtur þá að vera hardware problem, en hvaða hardware? skjákortið? cpu? tv kortið? eða eitthvað annað?


ég er með
Gigabyte Ga-Vt600
Amd 2400xp
Geforce 5900xt
2x 256ddr 333mhz
Winxp Pro+sp2