Kæru vinir!

Nú er svo í pottinn búið að ég get ekki hlustað á tónlist í tölvunni minni lengur. Ó vei! Ó svei! ‘Ó, en hvers vegna?’, spyrjið þið? Það skal ég segja ykkur. Ég hef mjög svo gaman af því að spila góða tónlist hátt á einmanalegum kvöldum þegar kalt er úti. Tölvuhátalararnir mínir réðu því miður ekki við þá undurfögru tóna sem ulltu úr þeim og brugðu á það ráð að sofna svefninum langa. Í ofanálag var að ég byrja að fikta mig áfram á DC++ í dag og á því gommu af yndislegri, yndislegri tónlist sem ég get ekki hlustað á. Ég þjáist! Getur einhver bundið enda á þjáningar mínar og gefið mér tölvuhátalara eða selt mér á spottprís?