Mig langaði bara að vita hvernig tölvu menn eru að nota hér og eins hvað þeir hafa átt í gegnum tíðina.

Sjálfur hef ég átt lófatölvur í nokkur ár. Átti fyrst Palm IIIe (glær og rosa iMac leg). Átti hana í 3 vikur og fór þá til London og notaði tækifærið og fékk mér HP Jornada 545 Pocket PC. Palminn var ágætur en svarthvítur skjár og takmarkaðir möguleikur voru ekki að heilla mig.Jornada var vél með litaskjá, gat spilað MP3 og Video og þótt hún væri stór og massíf þá var þetta samt frábær vél Þegar hún svo gaf sig (lesist þegar ég var búinn að stúta henni) fékk ég mér Revo+ frá Breska lófatölvuframleiðandanum Psion. Þetta var snilldar tölva með fullkomnu stýrikerfi, lyklaborði og widescreen skjá. Ég uppfærði hana svo í Psion Series 7 sem er bara lófatölva að nafninu til því hún er nánast lítil fartölva, rúmlega 1kg á þyngd, stórt lyklaborð, 9" skjár ofl. Til gamans má geta þess fyrir þá sem ekki vita að stýrikerfið EPOC sem var á Psion tölvunum er núna kallað Symbian og er notað af Nokia, Siemens, Sony Ericsson ofl. í símum á borð við Nokið 9500, SE P800/900/910, N-Gage, 6600 ofl. ofl.
Í fyrra fór ég svo aftur til myrkrahöfðingjans sjálfs og fékk mér Pocket PC vél, iPAQ 2215 nánar tiltekið. Þetta var frábær tölva, og sú besta sem ég hef átt. Þetta er algjör margmiðlunargripur, spilar MP3, Video í 320X240 30fps með Stero hljóði, leiki og fullt af öðrum eiginleikum. Nýlega seldi ég hana á 25.000 kr og notaði peninginn til að fá mér nýjajast Pocket PC-inn frá Dell, Axim X50v og ættla ég að byrta smá grein um hana hér á vefnum þegar ég fæ gripinn í byrjun des.