Ég hef aldrei verið neinn tölvukall (Nonni lappari tekur undir það) þannig að það kom sjálfum mér mest á óvart hvernig hlutirnir þróuðust.
Upphaflega sá ég skáklófatölvu og leist vel á að geta alltaf haft hana á mér en forritið var lélegt þannig að ég fór að leita á netinu eftir nokkuð ódýrri lófatölvu og sterku skákforriti. Ég eignaðist þar með minn fyrsta palm, m130 með low resolution skjá, 8MB minni og rauf fyrir minniskort. Skákforritið Chesstiger er eitt það sterkasta sem fyrirfinnst fyrir palm og það er það sem ég fékk mér. http://perso.wanadoo.fr/ct_chess/
Síðan sá ég eftir sem leið hvað palminn bauð upp á marga aðra skemmtilega og nytsamlega möguleika eins og t.d. ritvinnsluforrit, orðabækur, geymsla fyrir stafrænar ljósmyndir og margt fleira. Mér varð fljótlega ljóst að 33mhz örgjörvinn í palm m130 myndi engan veginn duga mér og því seldi ég hann og fékk mér Tungsten T3 með 400Mhz örgjörva stækkanlegum skjá í 480x320, blátönn (bluetooth) og 64MB minni. Ég er með 1GB minniskort í honum þar sem ég geymi MP3 lög, bíómyndir og stórar orðabækur. Hann hefur reynst mér vel en upp á síðkastið hef ég verið að hugsa að fá mér Tungsten TC með Wifi því ég hef séð hvað netið virkar vel á honum og hann er líka með gífurlega endingargott batterí. Þó er frekar leiðinlegt að missa stereóið í T3 og stóra skjáinn til að horfa á bíómyndir en í heildina á litið er TC skárri kostur fyrir mig - eins og Nonni orðaði e-n tímann: “Wifi is the way to go”.