Ég keypti tölvu hjá þeim í Expert á 119.000kall, talvan er orðin u.þ.b eins og hálfs árs gömul.
Einn daginn byrjuðu eitthver leiðindahljóð í einnu af viftunum í tölvuni. Ég var í vandræðum með að fá pabba til að skjótast með tölvuna fyrir mig í viðgerðarþjónustuna hjá þeim. U.þ.b hálfri viku seinna fórum við með tölvuna og báðum þá um að laga þetta, ég keypti líka nýtt skjákort hjá þeim. Þeir sögðu að þetta tengdist “power-supplyinu” í henni. Ég fékk tölvuna 2 vikum seinna og prufaði að ræsa hana heima. Þá kom í ljós að skjákortið sem ég bað þá um að skella í tölvuna lá bara laust og ófest á botninum á tölvuni, og að óhljóðin í viftuni voru enn meiri en vanalega. Mér tóks að koma henni aftur til þeirra hálfri viku seinna. Þeir sögðust ætla að láta mig fá forgang vegna klúðurs þeirra. En samt tóku þeir sína litlu Sweet-ass-þrjá daga í að laga hana, en þekkir bróðir minn nú tölvur nokkuð vel og segir að þetta sé bara mjög langur tími til að laga eina viftu. Þegar ég fékk tölvuna fór ég með hana strax heim og ræsti hana, og getið hvað….VIFTAN GERÐI EN HÆRRI HLJÓÐ EN VANALEGA!!
Nema að eftir að þeir “gerðu við hana seinast” þá er hún síCrashandi þegar ég spila leiki, skjárinn er farinn að koma með weird hljóð þegar ég er með sum resolution og kannski er það bara ég en mér finnst eins of talvan vinni hægar núna líka …Mig langaði bara að skrifa þetta til að fá smá útrás á þessu ruggli sem þeir eru að gera. P.s þeir rukkuðu mig um 6.000 kall fyrir vírushreinsun sem ég gat alveg framkvæmt sjálfur!!