Það sem ég vil koma á framfæri……

Ég hef kynnst/heyrt um margar þjónustur hjá mörgum tölvufyrirtækjum, góðum og slæmum og flestir er frekar ósáttir við viðgerðarmennina.
En hjá tölvufyrirtækinu Hugveri er aðeins 1 viðgerðarmaður sem að mínu mati samsvarar jafnvel 2-3 viðgerðarmönnum, ég þekki hann soldið persónulega, hann er reyndar útlendingur en hann reynir alltaf að vera hreynskilin, hjálpsamur, fynndinn, og svo veit hann alveg rosalega mikið um tölvur yfir höfuð. Ég hef hlustað á hann tala við gamalt fólk, og reyna að útskýra fyrir þeim hvað er að, ef ég væri hann væri ég búinn að missa vitið og henda fólkinu út, en á meðan er hann sæll og rólegur og reynir að fynna góða lausn á málinu. Og ef þú ferð með tölvu í viðgerð þá fer eftir því hvað tekur langan tíma að gera við tölvuna, 30min=3000kr 60min=6000(eða álíka) o.s.frv. Hann gerir þetta hratt og öruglega svo kúnninn þurfi ekki að borga meira fyrir vinnuna. En eina vandamálið er að hann talar mjög lítið í Íslensku, svo hann talar oftast ensku.

Ég mæli því með að fara með tölvurnar í viðgerð í Hugveri þar sem margir eru orðnir leiðir á vinnuháttum viðgerðamanna á Íslandi.

Ashy…