Ég er með P4 3,0 GHz prescott sem fer ekki undir 40°C hita í engri vinnslu og retail viftan frá Intel öskrar eins og iðnaðarryksuga með dísilmótor. Vitið þið hugarar um einhverja loftkælingu sem ræður við prescottinn, en er samt hljóðlát? Ég er með dragon kassa með einni 80mm viftu og ca 25°C ambient hita. Ég hef ekki áhuga á að yfirklukka, bara að hafa tölvuna hljóðláta. Ég vil heldur ekki leggja út í kostnaðinn og vesenið við vatnskælingu.
Það eru til 10 tegundir fólks í heiminum; fólk sem skilur tvíundakerfið og fólk sem gerir það ekki.