Það vill svo skemmtilega til að þegar ég kveikti á tölvuni í gærkvöldi, þá sá ég varla stafina sem kom upp á skjáinn. Ég get verið í windows og gert allt án þess að þetta hafi mikil áhrif en um leið og ég horfi á video eða fer í leik þá er þessi galli að gera mig brjálaðan.
Ég tók skjáskot úr Counter-Strike og hér er linkurinn..
http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?kt=080486-2789&myndnafn=counterstrike.JPG

Eins og þið sjáið er þetta ekki beint eins og það á að vera.

Ég er búinn að henda út skjákortinu og öllum driverum, setja það aftur upp en alltaf kemur gallinn aftur. Veit einhver hvað þetta getur verið? Og hvort skjákortið geri bara verið ónýtt?
Svona svo þið vitið þá er ég með Radeon 9600 128mb Pro.