Mig vantar GÓÐ heyrnartól og er tilbúinn til að eyða ~10k í þau. Ég spila ekki leiki og hef þess vegna ekkert að gera með þessi 5.1/6.1 headphones.
Ég var að pæla í hvernig heyrnartólum menn mæltu með. Og svo langaði mig að vita hvernig reynslu þið hafið af þráðlausu heyrnartólunum. Væri mest til í þráðlaus heyrnartól, en ég er ekki tilbúinn að fórna nema mjög litlum hljóðgæðum til að fá þannig.

Þetta er tólin sem ég er að spá í í augnablikinu, en ég er mjög opinn fyrir öðrum tillögum: http://www.att.is/product_info.php?cPath=45_68&products_id=829 og http://www.att.is/product_info.php?cPath=45_68&products_id=833
Á einhver svona heyrnartól sem getur hælt/bölvað þeim?

Heyrnartólin, by the way, verða að hylja eyrun.

Takk.