Sælir sérfræðingar.

Ég er að skoða borðtölvur sem er augljóslega ætluð fyrst og fremst til að spila nýjustu leikina. Ég er búinn að vera að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér LCD flatskjá eða túbuskjá. Hefur einhver spilað t.d Doom 3 með LCD og tekið eftir tímalaggi vegna verri viðbragðstíma slíkra skjáa? Mig langar rosalega í LCD skjá framyfir túbu en vill vita hvort þetta hafi áþreifanleg áhrif á leikina.