Ég var með tvo diska í tölvunni minni,
80GB Western Digital og 8GB Seagate.
Í dag keypti ég svo 160GB WD disk en
hef verið í ströggli síðan. Hvernig
sem ég tengi þetta, stilli jumperana,
nota jedi kraftinn eða bið þetta fallega
að virka þá gerir það það ekki. BIOSið
(á MSI 745 Ultra móbói) finnur báða diska
og nemur þá rétt en sama hvað ég reyni
þá kemur þetta upp þegar ég kveiki:


Searching for Boot Record from IDE-0..Not Found
Searching for Boot Record from CDROM..Not Found
Searching for Boot Record from Floppy..Not Found
Searching for Boot Record from SCSI..Not Found

Boot Failure
Beboot and Select proper Boot Device…


Ég hef reynt báða diska sem master og slave
og get ekki einu sinni sett þetta upp eins
og það var með gamla disknum. Gæti ég reynt
að boota frá WinXP disknum þegar þetta er
svona fucked? Ég skil ekkert í þessu.

tack tack

–Drekafluga–