Málið er að ég var að fá mér Acer fartölvu sem er með innbyggðu þráðlausu netkorti. Þegar ég reyni að connecta wireless access pointana í skólanum þá fæ ég oft “ranga” ip tölu. Þ.e. þegar ég ætti að vera að fá 10.0.0.x þá fæ ég 194.eitthvað (og netmask 255.0.0.0 í stað 255.255.255.0) og ekkert gateway. Ég virðist vera sá eini sem er að lenda í þessu og mig langaði að vita hvort þið vissuð af einhverjum stillingum sem ég get breytt til að þetta gangi betur hjá mér? Ég er með wireless kortið stillt á dhcp (obtain ip address automatically) en það virðist bara vera heppni ef ég fæ 10.0.0.x sem ip tölu og gengur þá ekkert að reconnecta ef ég fæ það ekki. Eitthvað sem ég get gert? Takk fyrir.