Jæja. Fyrsta ATi skjákortið sem ég hef prófað síðan eitthvað sem mamma átti í tölvunni sinni í gamla daga sem var bara merkilega lélegt, enda ekki nema 8mb. Allavega, þetta heitir ATi 9200 SE. Er 128mb. Ég er búinn að tengja það við sjónvarpið einsog ég var með á nVidia kortinu en gallinn er að ég kem myndinni ekki í lit.

Ég tengdi með snúru sem er Skart í öðrum enda, jack tengi fyrir hljóð og S-video í hinn endann. Sama snúra og ég notaði á hinu kortinu. Búinn að stilla í PAL-B á sjánvarpinu, og reyndar búnað prófa öll hin Pal kerfin í boði og þetta eina NTSC líka en ekkert virkar. Það fylgdi ein snúra með kortinu og hún er S-video í báða enda, það bara virkar ekki fyrir mig..

Einhver ráð?
Kveðja, Danni