Til að ýta aðeins undir afköst í vélinni minni
langar mig að stækka vinnsluminnið upp í 1GB en
lendi þá í smá togstreitu. Samkvæmt Vaktinni er
512mb 400 kubbur töluvert ódýrari en 333 kubbur
af sömu stærð. Ég er nú þegar með eitt stykki
512mb 333. Þess vegna gæti ég vel keypt mér 400
minnið og látið það ganga á 333MHz.

Málið er bara að móðurborðið mitt er það dated að
það styður ekki Dual DDR. Þetta segir mér tvennt:
Það er ekki langt í að ég verði að fá mér nýtt
móðurborð og borgar sig þá ekki peningalega að
eiga 2x eins minni?
Hefur einhver almennar uppfærslutillögur? Allar
uppástungur vel þegnar.

tack tack

–Drekafluga–