Ég er að fara að kaupa nýja tölvu(hún á að vera fermingargjöfin). Ég spila nær eingöngu leiki á tölvunni. Ég var að spá í hvernig örgjörva ég ætti að fá mér. Ég hef heyrt í tövublaðinu PCGamer að Celeron örgjörvar séu drasl í leikjum. Ég hef líka heyrt í sama tölvublaði að maður eigi ekki að fá sér Pentium IV. Ég man ekkert út af hverju það var en það var góð ástæða fyrir því. Ég myndi meta það mikils ef þið gætuð hjálpað mér með valið. Tölvan á að kosta svona 150k-200k.