Mér þætti vænt að fá spakleg svör varðandi aðstöðu mína.

Eins og stendur er ég með 56.6K módem en langar í betri tengingu. Svo að það sé ljóst hvað það er sem ég leita að þá hef ég ekki mikinn áhuga á að d/l erlendis frá í miklu magni eða raunar yfirhöfuð. Ég er fyrst og fremst að leita mér að hagkvæmri leið til að geta spilað leiki eins og CS á lægra ping-rate. Ég vill semsagt meiri hraða en vill reyna að halda kostnaði niðri. En hver vill það svosem ekki? :)

Ég er svona einna heitastur fyrir ADSL í augnablikinu og satt best að segja finnst mér ekki gaman að velta þessu fyrir mér. Ég er viss um að ég fæ greinargóð og rökrétt svör frá ykkur ágætu hugurum!