INTRO
Ég lenti í slæmum vandræðum með tölvuna mína, Það kom í hana memory virus eða HD boot sector.

PROBLEM
ég fattaði ekki að þetta var vírus fyrr en ég var búinn að formatta tölvuna mína og reyna að setja windowsinn upp (3x) að þetta hlyti að vera annað hvort HD Boot sector vírus eða Memory Vírus.

SITUATION ANALYSIS
(hopeless) nei, ekki alveg. ég komst ekki inní Windows (villuboð í msgvr32, user.exe og fleiri) reyndi það sem ég geri oftast þegar svipuð vandamál koma upp hjá mér, en án árangurs.
ég startaði henni upp með win98 startup disk og formattaði HDinn minn (Last Resort í mínum augum) og ætlaði að setja upp Win98 aftur en þegar hún var að detecta hardwareið mitt kom upp kernel32.dll villa og “blái dauði” í kjölfarið. (sama errorið kom upp í öll skiptin)
Ég er búinn að prófa win98se og bara venjulega win98. Það nýjasta er að hún frýs núna oft þegar hún er að detecta CD-ROMið mitt (samsung, 32x).

OUTRO
Ég er búinn að leita að góðu antivírusforriti sem ég get notað í DOS, mér var bent á F-PROT en ég finn það hvergi fyrir DOS, Svo ég bið alla sem hafa eitthvað vit á vírusum og svona svipuðum vandamálum að svara þessu og endilega að láta mig fá slóðina þar sem ég get náð í F-Prot, eða annað forrit í sama gæðaflokki (eða betra)<br><br>SIGZI