Sælt veri fólkið.

Ég hef tekið þá ákvörðun að uppfæra tölvuna mína og var að velta því fyrir mér hvort fróðir lesendur gætu svarað nokkrum spurningum.
Það sem mig vantar er: örgjörvi, móðurborð, ram, vifta og góður kassi.
Ég er búinn að setja markið á amd64 3200+ (2,0 ghz með 1mb flýtiminni, hann er líka til 2,2 ghz með 512 kb) og var að spá í
asus K8V-SE DELUXE móðurborð með honum.

En svo er ég eiginlega stopp. Ég bara hef ekki hugmynd um hverskonar ram væri best að hafa með þessu. Er rosalegur munur á 400ddr og 300ddr, eða tekur maður ekkert eftir honum? Á maður frekar að kaupa meira magn fyrir peninginn?

Þegar að kemur viftu hef ég ekki ákveðið hvort ég kaupi einhverja hljóðláta, eða vatnsdælu. Ég hef aldrei þorað að overclocka þar sem ég hef alltaf átt amd… og þeir voru nú nogu overclockaðir fyrir. En nú á þessi nýja típa amd64 að vera þægilegri hvað það varðar, svo að það er aldrei að vita.

Þegar að vali á kassa kemur, hef ég ákveðið að spara ekki. Ég vil hljóðlátan kassa með góðum aðgang að drifunum. Gaman væri ef að drifin stæðu á gúmísóla til að minnka hávaða og auka endingu. Ekki er ég búinn að ákveða hvaða kassa ég kaupi, en hann má kosta í kringum 15000 krónur.

Þegar ég vel í þessa tölvu er ég aðalega að smíða leikjatölvu sem ég vil að sé fullkomlega fær í þessa nýju leiki (sbr. doom 3 og hl2). Gaman væri að fá góð ráð í sambandi við þetta og einnig fyrirtæki sem gott væri að versla við. Ég hef fyririrtæki eins og task.is, start.is og computer.is í huga.
Takk fyrir.