Ég ætla að kaupa mér laptop áður en skólinn byrjar í haust (skjárinn á mínum gamla bilaði og kostar 100k að gera við.. nei takk) en ég bara get varla fundið lappa sem ég er sáttur við.. Ég er búinn að vera í sambandi við sölumenn nýherja upp á síðkastið og búinn að fá specs á nýju tölvunum frá þeim en síðan kom í ljós að ég mundi þurfa að borga hönd og fót fyrir þá því ég ætla ekki að kaupa þetta á einstaklingsnafni (þá fæ ég ekki “skólatilboð”)

Það sem ég er að leita að er:
PentiumM Centrino
Ati Radeon 9000/9200/9600 skjákort
Skjár sem styður hærri upplausn en 1024*768 (stærð á skjá skiptir ekki)

Verð HELST í kringum ~160k, þó ég gæti jafnvel farið upp í 200k ef mér líst vel á..

Einhverjar hugmyndir? Ég er búinn að skoða nýherja, EJS, opin kerfi, tölvulistann og mér finnst alltaf vanta eitthvað uppá.. <br><br>
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”