Keypti mér 160GB serial ata disk hjá þeim og fékk með honum snúru til að setja úr hddinum í powersupplyið og þegar ég fæ þetta spyr ég afgreiðslumanninn hvort að ég þurfi eitthvað meira en þetta til að nota drifið, hann segir nei.

Ég fer heim og set drifið í og plögga öllu í starta og ekkert gerist, svo eftir smá grams( kann ekkert allt of mikið á þetta ) sé ég að það eru SATA tengi á móðurborðinu og fer að spá…jújú það þarf að tengja hddið í móðurborðið líka en það var mér ekki sagt.

Hefði kannski átt að spyrja að því, en þar sem ég vissi ekki mikið um SATA hdd fyrir þá hafði ég ekki vit á því.

Ætla mér nú samt sem áður að versla áfram við þá, bara skoða betur og kynna mér ALLT um það :)

Hef áður verslað við þá og ALLTAF fengið toppþjónustu :)

Bara smá mistök sem ég vona að fleiri lendi ekki í :)