Halló,

Ég er í veseni með skjákortið mitt, Riva TNT :( Var með WinME en svo tók tölvan uppá því að frjósa gersamlega þegar ég reyndi að spila einhverja leiki sem þurfa 3d acceleration. Keyrði testin sem eru í “DirectX Diagnostic Tool” undir “Display” og hún fraus (alveg eins, gersamlega hættir að responda).
Notaði því tækifærið og formattaði tölvuna, þar sem ég ætlaði hvort sem er að gera það bráðlega :), og setti upp Win2000 Pro. Driverinn sem er með win2000 var ekki með stuðning fyrir Direct3D Acceleration þannig að ég náði í nýjan frá Nvidia……en viti menn…..ef ég keyri aftur svona test þá frýs hún…alveg nákvæmlega eins…ætlaði ekki að verða eldri. Því er ég núna með einhvern leim dræver og get ekki spilað leiki!!

Það sem ég er að spá í hvort að skjákortið sé hreinlega bilað (ónýtt), veit að þetta skjákort er ekki það besta í heimi….
er einhver með einhverja hugmynd af hverju þetta getur verið, þ.e.a.s. þeir sem skilja eitthvað í því sem ég var að reyna að segja!!

Takk,
Róbert