Hér á síðunni er könnun um það hvort mönnum þyki tölvuíhlutir of dýrir hér á landi. Það er ekki skrítið að þetta sé borið upp því ef verð hér á landi eru borin saman við Danmörku þá kemur í ljós töluverður munur okkur í óhag. Spurning er hvernig á þessu standi? Það er tæplega hægt að útskýra þetta með flutningskostnaði - hann ætti ekki að vikta þungt í verði t.d. á örgjöfum. Mögulegt er að fjármagnskostnaður segi eitthvað - vextir eru mjög háir hér á landi, þ.m.t. á vörukaupalánum. Það eru að sjálfsögðu fleiri þættir sem hafa áhrif á verðið eins og t.d. skattaumhverfi verslananna sem getur verið misjafnt milli Danmörku og Íslands.

Þegar litið er á vaktina kemur í ljós að hún er nánast öll logandi rauð. Örrar eru að hækka í verði. Ef t.d. borið er saman verð á Intel P4 3GHz þá er hagstæðasta verð hér ISK 22.450,- (skv. vaktin.is) en ISK 18.900,- í Danmörku (skv. edbpriser.dk - m.v. gengið 11,8). Þetta er að sjálfsögðu leitt að sjá fyrir okkur sem viljum vera að eyða í íhluti.
Ég hef grun um að smásöluálagning sé yfirleitt hærri hér en í nágrannalöndunum auk þess sem tollar og vörugjöld séu hærri.