Það er fáránlega mikill hávaði í tölvunni minni. Þegar ég kveiki á henni líkist það einna helst því að ég hafi kveikt á ryksugu. Hún hefur alltaf verið svona (3 ár), og nú hef ég fengið nóg!

Margir sem ég þekki eiga nýrri tölvur sem heyrist ekkert í. Þá meina ég bókstaflega EKKERT.

Ég hef ekki efni á að fá mér nýja tölvu, en er einhver leið fyrir mig að gera tölvuna mína super-silent, eins og þessar nýju tölvur?

Ég veit að ég þarf að kaupa nýja örgjörvaviftu og nýtt power-supply, en er það nóg? Og hvaða tegund á ég þá að kaupa? Ég er með einhvern AMD örgjörva, en ég hef heyrt að það sé ekki hægt að gera þá svona ofur-hljóðláta…

Ég hef sirka 10-12þ. kall til umráða.