Mig vantar smá hjálp með harðan disk

Málið er að þegar ég hægriklikka á diskinn og geri properties þá kemur upp að það sé 72gb used og rúmlega 20gb free, en þegar ég highlighta allt á disknum og geri properties þá kemur upp að það sé bara 60gb used.
Mér finnst þetta voðalega skrítið því að ég var að taka til á disknum og skildi eftir á disknum gögn sem áður gáfu 30gb free en núna er það bara 20gb.
Diskurinn sem ég nota er WD120gb splittaður í tvennt einn um 20gb sem stýrikerfið er á og hinn rúmlega 90gb.