Sælir hugarar,
ég veit ekki hversu mikið svör ég fæ hérna en ég ætla að láta vaða.

Ég á gamla tölvu sem ég fékk í fermingargjöf fyrir nokkrum árum.. Hún er 800mhz, með örugglega 128 mb minni, með geforce (held ég) 32mb skjákorti og alveg úrelt. Ég var að spá í að gera hana eitthvað upp til að litla systir mín geti farið á msn og svona en ég var ekki viss um hvaða stýrkerfi ég ætti að nota. Ég er enginn tölvusnillingur og veit ekkert um þetta. Einhver sagði mér að XP þyrfti miklu meira innra minni og eitthvað þannig. Mig langaði bara að biðja um ráð um hvað ég ætti að gera.

Með fyrirfram þökk,
Birkir<br><br>
haha kaupæti