Ég keypti mér 12x Plextor um daginn í BT (Nokkrum dögum áður en höfundarréttareglugerðin gekk í garð (Heppni!)), og þar sem þetta er fyrsti skrifarinn sem ég eignast sem getur skrifað á endurskrifanlega diska, þá er ég með fáránlega spurningu?

Hvernig skrifar maður á endurskrifanlega diska?

Ég er að nota Nero 5.0 sem hefur reynst mér frábærlega, er ekki hægt að gera þetta í því? Skrifar maður bara multisession eða?