Getur einhver hjálpað mér, var að setja upp winXP Pro stýrikefið á tölvu en módemið virkar ekki.

Það kemur alltaf villa þegar ég fer system og skoða þar hardware, þar er gult merki með upphrópunarmerki á Net adapter 1394. Hvað á ég að gera til að láta hana samþykkja módemið?

Svo er ég líka í vandræðum með TV-out, var að tengja snúru í sjónvarpið, læt hana senda í sjónvarpið… það kemur engin mynd í sjónvarpið og eftir 10 sek fer myndin aftur í tölvuna sjálfa. Eru einhverjar galdrastillingar sem ég á að gera til að láta þetta virka? Eru ekki einhverjar góðar stillingar?

Yrði mjög þakklát ef einhver gæti hjálpað mér.


Kveðja,
Anna Sigga.

P.s. Þetta er tölvan sem ég er með ef það hjálpar eitthvað:

SúperTurn 4
Örgjörvi - 2500XP Amd Barton 640k cache, Advanced 333MHz Bus
Örgjörvavifta - CoolerMaster lágvær (DP5-7J51E-0L) Low noice vifta sem snýst á aðeins 2750rpm
Móðurborð - Microstar K7N2GL 333FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 3xPCI, AGP8x
Vinnsluminni - 512MB Kingston DDR 333MHz (DUAL DDR - 2.stk 256MB DDR333) - með lífstíðarábyrgð
Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR333, AGP8x og TV-út tengi
Harðdiskur - 120 GB 7200rpm “Special Edition” með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)
Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið
Annað - Innbyggt 10/100 netkort, PC Cillin vírusvörn
USB2 - AGP8x - 333FSB - Dual Channel DDR333 - ATA133 - 5.1 Channel Audio - Special Edition harðdiskur