Ég er á við smá vandamál að stríða hérna þessa dagana. Málið er að ég formataði lappan minn um daginn og setti inn nero uppá nýtt en hef ekki getað fengið hann til að virka síðan. Ég er búinn að vera að leita á Google eftir driverum ofl. en ekkert gengur. Ég fór líka á Nero.com og þar sé ég að brennarinn sem ég er með (QSI DVD/CDRW SBW-081) var bara supported til 5.5.5.0 útgáfu af Nero en ég er með Nero V5.5.5.3 þannig að brennarinn minn er orðinn of gamall fyrir nero…Já ég vil líka taka fram að ég er með Windows 2000 pro. Windows update tekur ekkert við sér og update á nero virkar ekki.

Málið er hvað gerir maður þegar að vélbúnaðurinn er ekki lengur studdur af hugbúnaðar framleiðendum??
Það væri gott ef einhver getur hjálpað mér því ég get ekki tekið backuo af skólaverefninu mínu og eg ég týni því þá get ég alveg eins hætt í skólanum, og það er ekki gaman á síðustu önninni.

HJÁLP…..<br><br>life realy suck…. belive me i know.. (ég sjálfur)
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.