Ég var að fá 120 GB Samsung SP1213N og allt í góðu með það. Setti hann í vél með MSI 745-Ultra móðurborði og formattaði og allt í góðu með það .. setti 100 Gíg af gögnum á hann og allt í góðu með það.

Svo fór ég heim með diskinn og setti hann í samband við nákvæmlega eins móðurborð, sama BIOS version og allt. En það móðurborð þekkir hann bara sem 32 gíg disk og heimtar að formatta hann.

Er einhver sem gæti ráðlagt mér hvað væri hægt að gera í stöðunni?