Ok ég fermist í vor og ég ætla að kaupa mér tölvu fyrir hagnaðinn :D Hún má kosta kannski á bilinu 120 þús og allra allra hæst 160 þús. Ég bý á akureyri þannig að ég held að ég muni versla við tölvulistann og ég vil ekkert bögg um að tölvulistinn sökki ég hef verslað við þá áður á vesens. Ég fór á heimasíðu þeirra og setti saman tölvu sem lítur svona út:

<b>Kassi</b>: Chenbro Xpider Gaming Case með gluggahlið getið séð hann á síðunni fyrir meiri upplýsingar. Verð: 9.990
<b>Móðurborð</b>:865PE NEO2-FIS2R - Intel 865PE, 800MHz FSB+HT, AGP8x, Dual DDR, S.Raid, Gbit Lan, Firewire, S478 Verð: 16.900
<b>Örgjörvi</b>:Socket478 - Intel P4 2.8 GHz (512k cache) 533MHz bus með örgjörvaviftu frá Intel Verð: 24.900
<b>Minni</b>:512MB DDR400, 184pin, PC3200, 400MHz HyperX CL2 ofurminni frá Kingston með lífstíðarábyrgð Verð: 17.900
<b>Harður diskur</b>:80 GB, Western Digital-REF “Special Edition” (WD800JB), Ultra ATA100, 8mb buffer, 7200rpm Verð: 9.810
<b>Skjákort</b>:Microstar GeForce FX5700-TD, 128MB DDR, 425 Mhz C, 128bit 550 MHz M, T, D, X8 Verð: 21.900
<b>Geisladrif</b>:Svart Combo 52x/24x/52x skrifari og 16x DVD drif frá Samsung með 2MB buffer, m/hugb, int.IDE Verð: 7.990
<b>Skjár</b>:17" Hansol/Sampo (730E) Dark-tint, 1024x768@85Hz, 1280x1024@60Hz, 160Hz, 0.28mm, Hvítur Verð: 14.900

Og svo heyrnartól og lyklaborð sem kosta eikkað 4.000 og svo á ég mx500 mús.

Með vinnu og öllu kostar þetta c.a. 135.000 kr. Á þessari tölvu hafði ég ætlað mér að spila Championship Manager og Counter-Strike og ég vil ekkert bögg um að þú þurfir bilaða Super Nintendo tölvu fyrir þessa leiki heldur vil ég frekar ráðleggingar hvað ég sé að bruðla með og hvað ég geti sett betra í staðinn og svoleiðis.

Takk fyrir mig<br><br>Kv, Krilli