jæja nú ætla ég að setja saman í eina sjónvarpsvél. Hugmyndin að hún
-sitji undir sjónvarpinu, tengd í surround hljóðkerfi með útværu Creative 7.1 hljóðkorti
-spili DVD/mp3/vcd/photo …
-verður tengd með þráðlausu neti yfir á stóru móðurtölvuna sem er í öðru herbergi, hún sækir því öll gögn á stóra harða diskinn þar
-geti tekið upp og afruglað með sjónvarpskortinu
-verði stýranleg með þráðlausri mús

Nú er til sölu í Tölvulistanum MSI vél sem er hönnuð einmitt með þetta í huga; lítil og hljóðlát, minimum speccar (Celeron 1700mhz). Berstrippuð (kassi + strippað móðurborð) kostar 24.900. Celeron 1700 er 7900kr, minni ca 5000kr og svo myndi ég fá notaðan HD (2-4gb max) og dvd drif (þarf náttúrulega ekki cd-RW).

Nú væri gaman að vita hvort þið hafið aðrar hugmyndir eða betri lausnir. Betri kassar t.d? Ódýrari lausnir?