Sælir hugarar.. ég var að pæla, er mælt með því að skipta reglulega um kælikrem á heatsinkinu? Ég er sko með AMD K7 T-bird 1,4Ghz örgjörva (ekki það besta í heimi en dugar svosem) og hann æpir á mig svona öðru hverju (að ég held útaf ofhitnun) og tölvan frýs í kjölfarið. Ég er tvisvar búinn að kaupa nýja viftu á hann, fyrsta var of hávær og önnur kældi ekki nógu vel, en þessi á að duga vel hefði ég haldið. Svo önnur pæling.. ef ég ætlaði nú að skella mér á nýjan örgjörva og nýtt móðurborð þá í leiðinni, með hverju mynduði mæla? Ég er ekki að leita að því besta á markaðnum eða einhverju álíka, bara einhverju sem dugar vel, og helst lengi.
takk ;)