Sælir.

Núna er ég í vandamáli sem ég hef aldrei áður kynnst, né nokkru líku þessu.

Þetta verður romsa, vonandi nenniði að lesa í gegnum þetta :D !!

Málið er það að ég er með 3 vélar heima, 1 stk lappa með WinXP og þráðlausu neti, 1 stk borðvél með WinXP og venjulegu 100mbit netkorti og að lokum 1 stk server með Win2000 professional og venjulegu 100mbit netkorti.

Um daginn fór netið (á lappanum) að hegða sér undarlega. Tengingin virtist verða alveg svakalega óstöðug, ég gat ekki hangið inni á MSN messenger nema kannski í 1 mínútu, og gat ekki náð í tölvupóstinn minn, sambandið slitnaði alltaf bara í miðjum klíðum. Ég gat/get með herkjum skoðað sumar heimasíður, en aðrar bara alls ekki. Svo tók ég eftir því að activity ljósið á þráðl. netkorinu var allveg á melljón, þó svo að ég væri ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég hélt strax að þráðlausa netið væri á einhverju flippi, þannig að ég endurræsti access pointinn.
Um leið og hann var kominn í gang aftur, byrjaði þetta aftur, ég uninstallaði netkortinu og setti það upp aftur, þá virtist þetta vera í lagi í smá tíma, en svo fór þetta allt í rugl aftur.

Ég ákvað að reyna að útiloka að vandamálið væri lappinn, og ræsti þessvegna borðtölvuna, og slökkti á lappanum. Sama vandamál þar! Öll ljós alveg á milljón, bæði á ADSL routernum og á hubbinum, og network activity óeðlilega hátt, þó að ekkert væri í gangi á vélinni. Ég var “tengdur” netinu, en sambandi rosalega slitrótt.

Ef ég fór með hyper-terminal inná ADSL-routerinn sem er ASUS btw, þá sá ég að eitthvað mikið var að þar. Sífelldar villumeldingar: “Session table full for ppp device” og svo krassaði hann hreinlega nokkrum sinnum með viðeigandi memory dumpi og látum.
Ég prufaði að endurræsa hann, en þetta kom alltaf aftur nánast um leið og hún var búin að tengjast netinu.

Ég ákvað næst að reyna að útiloka að switchinn væri skaðvaldurinn, með því að tengja borðtölvuna bara beint í RJ45 tengið á routernum. Það breytti engu, alveg sama vesen, stanslaus nettraffík að því er virtist, þó svo að ekkert væri í raun í gangi á vélinni, og netsambandið svakalega lélegt.

Næst prufaði ég að hafa bara lappann/access-pointinn tengdan við ADSL-routerinn, en sama vandamálið var uppi á teningnum þar.

Ég var nánast engu nær, en var þó búinn að útiloka að þetta tengdist aðeins annari vélinni eða switchinum.

Ég ákvað bara að hætta þessu, þannig að ég tók bara allt draslið úr sambandi til að kæla það niður og fór að sofa.


Í morgun þegar ég vaknaði, þá tengdi ég allt draslið, þ.e routerinn og switchinn. Nota-bene að serverinn var í gangi einnig, en slökkt á báðum WinXP vélunum.
Allt virðist eðlilegt, þ.e engin ljósalæti hvorki á módeminu né routernum. Svo fer ég bara í vinnuna. Ég prófa að tengjast servernum úr vinnunni og það virkar.
Ég fer remotely inná hann og prufa að vafra á netinu, allt er eðlilegt - ekkert virðist vera að. Ég hugsaði með mér að kannski þurfti draslið bara að fá að kólna aðeins.

Svo kem ég heim núna áðan, og ræsi lappann. Um leið og hann er kominn í gang, þá byrjar ruglið aftur!
Ég prufa að disable-a netið í honum, þá fellur allt í ljúfa löð á ný. Ég fer og ræsi hina XP vélina, og um leið og hún er komin í gang, þá fer allt af stað líka!
Ef ég disable-a netið á henni, þá fer allt í lag á ný.

Svo virðist sem eina vélin sem getur verið í netsambandi sé Win2000 vélin, þ.e serverinn. Um leið og hinar fara í gang, þá fer allt í bull.

Mig grunaði fljótlega að þetta gæti verið vírus eða einhver fjandinn að nauðga netsambandinu á XP vélunum, þannig að ég ræsti lappann, breytti IP-tölunni úr DHCP yfir í manual, setti bara IP-tölu og subnet mask, en sleppti gateway og DNS.
Nú hefur lappinn semsagt ekkert internet-samband, og þá er líka allt í himnalagi! Ég sit nú við lappann, remotely tengdur inná serverinn minn (þarf auðvitað ekki internetsamband til að tengjast honum), með Huga opinn þar og skrifa þennan litla póst!

Ég er semsagt í stuttu máli búinn að komast að því að þetta eru WinXP vélarnar tvær sem valda þessu, EKKI Win2K serverinn.
Ef ég tek út þær stillingar sem þarf á WinXP vélunum þannig að þær nái sambandi við internetið, þá er allt í lagi.

Það hlýtur þessvegna að vera einhver skandall í gangi á báðum WinXP vélunum sem er í stöðugu sambandi út á netið, sem hreinlega flood-ar routerinn og veldur því að netsambandið verður nánast ekkert.
Er einhver vírus í gangi sem passar við þessa lýsingu?

Hvað gæti þetta mögulega verið?!


Allar hugmyndir vel þegnar!


<br><br>____________________
<a href="http://haukur.hot.is/">http://haukur.hot.is/</a