Halló allir tölvusnillingar.

Þannig er mál með vexti að ég er með Mitac fartölvu frá Hugver sem ég keypti fyrir ári til þess að nota í skólanum, þar sem ég var í skóla. Þegar ég var að skoða tölvuna virkaði hún bara mjög vel og MJÖG hljóðlát. Ég kláraði framaldskóla stuttu eftir að ég keypti tölvuna þannig að ég þurfti ekki að nota hana fyrr en núna í haust þar sem ég er kominn í háskóla. En þá kom upp mikið vandamál……..í fyrsta tíma þegar ég kom með tölvuna og vifta fór í gang kom þessi svakalegi hávaði og ég þurfti að slökkva á tölvunni vegna hávaða. Samt eru allir með sín tæki inni í stofu og allt í lagi en ég beðinn um að slökkva á minni vegna hávaða.
Svo er ég búinn að fara með þessa elsku sem ég á niðrí Hugver og láta laga hana en þeir segja að þetta sé eðlilegt (sem það er ekki) og að ekkert sé hægt að gera.
Ég er mjög ósáttur með það að kaupa tæki uppá 200þús og geta ekki notað það í það eina sem ég ætlaði mér að gera.

Hvað á ég að gera????????????