ég er með gamla 400mhz tölvu sem ég ætlaði að tengja við sjónvarpið og glápa á biomyndir af netinu af henni.
vandamálið er að þegar ég spila biomyndir þá fer örgjafinn nánast alltaf í 100% og myndin hikkstar eða stoppar allveg, hinnsvegar er hljóðið í lagi.
ég get horft á tónlistarmyndbönd því þá fer örrinn “bara” í c.a. 85%.
það er ekkert annað í tölvunni enn windows 2000 (búinn að reyna xp og það var verra)og biomyndir.
ég hef reynt media player, video lan og divx player og það breitir engu, sumar myndir eru reyndar betri með einstaka spilurum en samt alldrei nóg og gott.

það væri snilld ef það væri einhver hér á huga sem væri með töfralausn á þessu vandamáli mínu,það er annari en að kaupa nýja tölvu eða nýjan örra.

takk fyrir.