Ég er búinn að vera að skoða uppfærslur hjá tölvulistanum og hef tekið eftir því að á sumum tilboðunum er ekki talaðu um 64Mb né 128Mb skjákort heldur “allt að 128mb skjákort”. Hvað þýðir það eiginlega. Að það er næstum því 128mb en samt ekki. Að það sé aðeins betra en 64 en samt ekki jafngott og 128. Eða hefur það eitthvað að gera með hversu stórt skjákort móðurborðið ræður við? Eða að þetta er eitthvað lélegt drasl sem fylgjir með.
Hvað þýðir “allt að” nákvæmlega hjá þessum gaurum.