Ég var að fá mér þráðlausan adsl router með innbyggðum
4 porta switch. Ég var með innbyggt adsl módem og
hub áður en þetta var og var með einn “aðal” server sem
er með ftp og http server. Nú þegar ég er kominn með
routerinn þá kann ég ekki að stilla hann þannig að hann
finni ftp serverinn og http serverinn á aðaltölvunni
(er með 4 tölvur tengdar). Ég er búinn að opna firewallinn
á routernum en ég kann ekki að stilla allt þetta gateway og
allt þetta drasl hvað sem þetta heitir nú…

Ef einhver vill segja mér hvernig þetta virkar þá væri
það vel þegið

Líka vantar mig að vita hvað er munurinn á TCP og UDP portum

Kv.
Gústi