Ég keypti mér harðan disk hjá Tölvuvirkni fyrir stuttu. 160gb og allt í fínu.
Set hann inn í tölvuna og jumper á slave (ætlaði að hafa hann slave).
Fer svo inn og í computer management. Þá stendur að diskurinn sé ekki nema ca 32gb :S
Hringi þá í þá niðri í Tölvuvirkni og þeir segja mér að setja á cable select í jumper.
Ríf þá upp tölvuna og set á cable select.
Ræsi tölvuna og skoða aftur í computer man.
Þá stendur að ég sé bara með 128gb.
Það er kannski skárra en ég vildi nú bara fá minn 160gb disk sem ég borgaði fyrir.
Er eitthvað sem einhver getur ráðlagt mér að gera?

Vona samt að þeir hjá Tölvuvirkni verði ekki fúlir að ég sé að spyrja um þetta hér, langar bara að vita hvað á að gera, ekki láta þá bara gera þetta fyrir mig og svo veit ég ekkert hvað þeir gerðu.

Alli sem hafa einhverja hugmynd plz svara.<br><br>P.s.
Plz ekki skamma mig ef ég var að segja einhverja vitleysu.
:)
Hope u like this :)